Tottenham á toppinn eftir sigur gegn City

Gabriel Jesus og Pierre-Emile Höjbjerg
Gabriel Jesus og Pierre-Emile Höjbjerg AFP

Tottenham skellti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að leggja Manchester City að velli í stórleik hegarinnar, 2:0, í Lundúnum í dag. Tottenham er með 20 stig eftir níu leiki.

Heung-Min Son kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu eftir að Tanguy Ndombéle lyfti boltanum inn fyrir vörn City og á Suður-Kóreumanninn sem skoraði af öryggi. Gestirnir héldu að þær væru að jafna metin eftir um hálftímaleik þegar Aymeric Laporte setti boltann í netið en Gabriel Jesus handlék knöttinn í aðdraganda marksins og það því dæmt af.

Heimamenn bættu svo við forystu sína á 65. mínútu, Giovani Lo Celso nýkominn inn af varamannabekknum, skoraði eftir stoðsendingu frá fyrirliðanum Harry Kane. Manchester City er í 10. sæti með 12 stig en liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum.

Tottenham 2:0 Man. City opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is