Arsenal slapp með skrekkinn gegn nýliðunum

Leeds og Arsenal skiptu með sér stigunum er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en lokatölur urðu 0:0-jafntefli. 

Leeds var töluvert sterkari aðilinn stærstan hluta leiks og fór boltinn þrívegis í tréverkið á marki Arsenal í seinni hálfleik en Arsenal lék síðustu 40 mínúturnar manni færri þar sem Nicolas Pépé fékk beint rautt spjald fyrir að skalla Gianni Alioski þegar boltinn var viðsfjarri. 

Spánverjinn Rodrigo komst nálægt því að skora fyrir Leeds um miðjan seinni hálfleikinn er hann skaut í slána með fallegu skoti, Patrick Bamford skallaði svo í stöng tíu mínútum fyrir leikslok áður en Raphinha skaut í stöng í uppbótartíma. 

Bukayo Saka átti langbesta færi Arsenal er hann slapp einn inn fyrir skömmu fyrir leikslok en Illan Meslier í marki Leeds varði glæsilega frá honum. 

Arsenal er í 11. sæti deildarinnar með 13 stig og Leeds í 14. sæti með 11 stig. 

Leeds 0:0 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is