Gylfi settur aftur á bekkinn

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekk Everton er liðið heimsækir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu. 

Íslenski miðjumaðurinn byrjaði tímabilið á bekknum hjá Everton en vann sér inn sæti í liðinu og byrjaði þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir landsleikjahléið.

Everton tapaði hins vegar öllum þremur leikjunum og er Gylfi kominn á varamannabekkinn á nýjan leik. 

Everton er í sjöunda sæti með 13 stig en getur með sigri farið upp í fimmta sæti. Fulham er í 17. sæti með fjögur stig. 

mbl.is