Mörkin: Gylfi og félagar fögnuðu eftir fimm marka leik

Eft­ir þrjá tap­leiki í röð fagnaði Evert­on kær­komn­um 3:2-sigri á úti­velli gegn Ful­ham í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Með sigr­in­um fór Evert­on upp 16 stig og í fimmta sæti en Ful­ham er sem fyrr í 16. sæti með aðeins fjög­ur stig.

Gylfi Þór Sig­urðsson kom inn á sem varamaður sex mín­út­um síðar eða á 76. mín­útu. Gylfi komst lítið í takt við leik­inn en það kom ekki að sök því Evert­on fagnaði stig­un­um þrem­ur þrátt fyr­ir pressu heima­manna í lok­in. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport en svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is