Mourinho hefur áhyggjur

Toby Alderweireld liggur meiddur á vellinum í gær.
Toby Alderweireld liggur meiddur á vellinum í gær. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur áhyggjur af meiðslum varnarmannsins Toby Alderweireld en hann fór af velli í 2:0-sigrinum á Manchester City í gær.

Belgíski varnarmaðurinn meiddist á nára seint í leiknum og fór þjáður af velli en hann hefur verið einn af lykilmönnum Tottenham sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég finn til með Toby, hann spilaði frábærlega en gæti núna verið frá í einhvern tíma,“ sagði Mourinho við Sky Sports.

„Auðvitað hef ég áhyggjur en við getum ekki kvartað, það er engum um að kenna.“

mbl.is