Þrumufleygur dugði West Ham

Sebastien Haller hylltur af liðsfélögum sínum á Bramall Lane í …
Sebastien Haller hylltur af liðsfélögum sínum á Bramall Lane í dag. AFP

Bylmingsskot Sebastian Haller á 56. mínútu dugði West Ham til 1:0-sigurs gegn Sheffield United á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Pablo Fornals reyndi skot utan teigs en boltinn hrökk af varnarmanni og lenti fyrir Haller sem þrumaði honum upp í bláhornið nær. Scott Ramsdale í marki heimamanna náði til boltans en skotið var einfaldlega of fast. Heimamenn reyndu að kreista fram jöfnunarmark síðasta hálftíma en án árangurs og voru það í raun gestirnir sem voru nær því að bæta við marki. Haller skaut framhjá úr góðu færi á 70. mínútu og Declan Rice skallaði í þverslá þremur mínútum síðar.

Með sigrinum fer West Ham í 14 stig og situr liðið nú í 8. sæti deildarinnar en Sheffield er enn á botninu, án sigurs og aðeins með eitt stig úr níu leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert