United að missa af Ísak

Ísak Bergmann Jóhannesson er eftirsóttur.
Ísak Bergmann Jóhannesson er eftirsóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísak Bergmann Jóhannesson, nýjasti A-landsliðsmaður karla í fótbolta, er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu en hann hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. 

Enska blaðið Mirror fjallar um Ísak í dag og segir frá áhuga Manchester United en að sögn miðilsins er enska félagið að missa af Ísak þar sem Juventus þykir líklegast að krækja í Skagamanninn. 

„United er í hættu á að missa af Ísak Bergmann Jóhannessyni þar sem Juventus sýnir honum mikinn áhuga,“ segir í fréttinni. Juventus gæti keypt Ísak í janúar, en hann gæti verið falur á tæpar sex milljónir evra en það verð gæti tvöfaldast með hinum ýmsu bónusgreiðslum. 

mbl.is