Vægðarlausir meistarar

Diogo Jota fagnar marki sínu gegn Leicester á Anfield í …
Diogo Jota fagnar marki sínu gegn Leicester á Anfield í kvöld. AFP

Meiðslahrjáð lið Englandsmeistara Liverpool sýndi sínar bestu hliðar í gríðarlega sannfærandi 3:0-sigri á Leicester í toppbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum fer Liverpool upp í annað sætið og er þar fyrir neðan Tottenham á markatölu, með 20 stig. Leicster er með 18 stig í 4. sæti.

Það vantar töluvert af leikmönnum í lið Liverpool, sérstaklega í vörnina, og þá fór miðjumaðurinn Naby Keita meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Ekkert af þessu kom þó að sök í kvöld. Heimamenn tóku forystuna á 20. mínútu er Jonny Evans varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kjölfar hornspyrnu.

Staðan varð svo 2:0 á 41. mínútu er Diogo Jota skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Andrew Robertson. Portúgalinn hefur leikið gríðarlega vel með Liverpool undanfarnar vikur. Roberto Firmino rak svo smiðshöggið á sannfærandi sigurinn með skallamarki á 86. mínútu.

Liverpool 3:0 Leicester opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is