Eiður um Firmino: Hans helsti styrkleiki

Roberto Firmino var á skotskónum í 3:0-sigri Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í gær.

Firmino skoraði þriðja mark liðsins á 86. mínútu en þetta var hans annað mark á tímabilinu.

Framherjinn hefur talsvert verið gagnrýndur fyrir það hversu lítið hann skorar en Tómas Þór Þórðarson, ristjóri enska boltans, ræddi málið í Vellinum við sérfræðinga þáttarins, þá Eið Smára Guðjohnsen og Bjarna Þór Viðarsson.

„Fyrir framherja er bara mikilvægt að skora eða koma að mörkum með öðrum hætti,“ sagði Eiður Smári.

„Hans helsti styrkleiki er hvernig hann finnur samherja sína í sókninni þegar Liverpool er að snúa vörn í sókn, vinnur boltann eftir pressu eða spilar sig út úr pressu.

Ef hann bætir sína markaskorun á nýjan leik þá sé ég ekkert marga hrófla við honum í liðinu,“ bætti Eiður Smári við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert