Aðeins tvö lið mega hafa 4.000 áhorfendur

Amex-völlurinn í Brighton má bráðum taka við 4.000 áhorfendum.
Amex-völlurinn í Brighton má bráðum taka við 4.000 áhorfendum. AFP

Áhorfendur mega mæta á völlinn í enska fótboltanum frá og með 2. desember. Mest mega 4.000 áhorfendur mæta á leik, en það á aðeins við um leiki sem fara fram á svæðum sem eru ekki skilgreind sem áhættusvæði samkvæmt breskum stjórnvöldum.

Síðar í vikunni verður ákveðið hvaða vellir mega taka við áhorfendum og hversu marga. Er svæðum í Bretlandi skipt niður í þrjú áhættusvæði og mættu aðeins 4.000 mæta á leiki sem fara fram á svæðum þar sem áhættan er talin lítil, 2.000 þar sem áhættan er talin meðalmikil en áfram verður leikið án áhorfenda þar sem hættan á smiti er talin töluverð.

Aðeins tvö lið í ensku úrvalsdeildinni mættu taka við 4.000 áhorfendum eins og staðan er í dag en þau eru bæði á suðurströndinni; Brighton og Southampton. Ástandið er verra í norðurhluta Englands og verður áfram leikið án áhorfenda í borgum eins og Liverpool, Manchester og Leeds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert