Efstur á óskalista Guardiola

Jack Grealish hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur …
Jack Grealish hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fimm í fyrstu átta leikjum tímabilsins. AFP

Jack Grealish, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Aston Villa, er efstur á óskalista Peps Guardiola, stjóra Manchester City, en það er Independent sem greinir frá þessu.

Grealish, sem er 25 ára gamall, hefur verið frábær fyrir Aston Villa síðan félagið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildinni, vorið 2019.

Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fimm í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa.

Manchester City hefur gengið illa að skora mörk á tímabilinu en Lionel Messi var sterklega orðaður við félagið í upphafi tímabilsins.

Messi ákvað hins vegar að vera áfram hjá Barcelona og því er Guardiola sagður horfa til Grealish til þess að hrista upp í sóknarleik liðsins.

Leikmaðurinn er verðmetinn á 40 milljónir punda en hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir England á árinu.

mbl.is