Ekki á förum frá United

Dean Henderson lék sinn fyrsta landsleik með Englandi á dögunum.
Dean Henderson lék sinn fyrsta landsleik með Englandi á dögunum. AFP

Dean Henderson, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.

Henderson, sem lék sem lánsmaður hjá Sheffield United á síðustu leiktíð, sneri aftur til uppeldisfélags síns United í sumar en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á dögunum í vináttuleik gegn Írlandi.

Markvörðurinn er 23 ára gamall en hann vonast til þess að fara með enska landsliðinu á lokakeppni EM næsta sumar sem fer fram í tólf borgum víðsvegar um Evrópu.

Henderson hefur ekkert komið við sögu með United í deildinni á tímabilinu en David de Gea er markvörður númer eitt hjá félaginu í dag.

„Ég veit ekki hvaðan þessar sögur koma um að hann sé á förum og vilji fara,“ sagði Solskjær í samtali við Sky Sports.

„Dean vill vera áfram í herbúðum Manchester United og spila fyrir Manchester United,“ bætti norski stjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert