Fjórtán aldrei tapað heimaleik á Anfield

Sadio Mané hefur aldrei tapað heimaleik á Anfield.
Sadio Mané hefur aldrei tapað heimaleik á Anfield. AFP

Englandsmeistarar Liverpool hafa ekki tapað deildarleik á heimavelli sínum Anfield síðan í apríl 2017 þegar Crystal Palace kom í heimsókn og fagnaði óvæntum sigri. Síðan þá hefur liðið leikið 64 leiki, unnið 53 og gert 11 jafntefli.

Anfield er því mikið vígi og hafa fjórtán leikmenn í aðalliðshóp liðsins í dag ekki enn tapað heimaleik síðan þeir komu til félagsins.

Alisson, Adrián, Virgil van Dijk, Andy Robertson, Fabinho, Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita, Xherdan Shaqiri, Sadio Mané, Mohamed Salah, Takumi Minamino, Neco Williams, Curtis Jones og Diogo Jota hafa ekki tapað deildarleik á heimavelli síðan þeir komu til Liverpool.

Mané hefur verið lengst hjá Liverpool af ofantöldum leikmönnum eða síðan 2016. Hann lék hinsvegar ekki gegn Crystal Palace 23. apríl 2017 þegar gestirnir unnu 2:1 með tveimur mörkum frá Christian Benteke.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert