Skilur ekkert í Liverpool-mönnum

Brendan Rodgers snéri aftur á sinn gamla heimavöll um síðustu …
Brendan Rodgers snéri aftur á sinn gamla heimavöll um síðustu helgi. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var ómyrkur í máli eftir toppslag Liverpool og Leicester á Anfield um síðustu helgi en leiknum lauk með 3:0-sigri Liverpool.

Rodgers þekkir vel til á Anfield eftir að hafa stýrt Liverpool frá árinu 2012 til ársins 2015 en hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester í febrúar 2019.

Margir leikmenn Liverpool eru fjarverandi vegna meiðsla og var umræðan í þá áttina í aðdraganda leiksins og var Rodgers ósáttur við það.

„Ég skil ekki þessa umræðu um að Liverpool-liðið hafi saknað margra leikmanna eða þá að varnarlínan þeirra hafi verið löskuð,“ sagði Rodgers eftir leik.

„Joel Matip er heimsklassa varnarmaður og Robertson var á sínum stað. Fabinho sýndi það gegn Chelsea að hann er stórkostlegur leikmaður og James Milner spilar alltaf óaðfinnanlega, sama hvar hann er á vellinum.

„Liverpool er með svakalegan leikmannahóp og mikla dýpt. Við vorum líka með leikmenn í meiðslum en það var lítið rætt um það í aðdraganda leiksins,“ bætti Rodgers við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert