Jafntefli gegn gamla félaginu

Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við Eric Dier í landsleik …
Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við Eric Dier í landsleik Englands og Íslands í síðustu viku. AFP

Jón Daði Böðvarsson landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti sínu gamla félagi, Reading, í ensku B-deildinni í kvöld.

Staðan var 1:1 hjá Millwall og Reading í London þegar Jón Daði kom inn á hjá Millwall fyrir Troy Parrott, lánsmann frá Tottenham Hotspur, á 64. mínútu.

Þetta var níundi leikur Jóns Daða í deildinni á tímabilinu. Hefur hann byrjað tvo leiki og komið sjö sinnum inn á sem varamaður. Hefur Jón Daði ekki enn komist á blað á þessu tímabili.

Í öðrum leikjum kvöldsins í deildinni vann Middlesbrough 3:0 sigur á Derby, Coventry vann Cardiff 1:0, Bristol City og Watford gerðu 0:0 jafntefli og Swansea og Sheffield Wednesday gerðu 1:1 jafntefli.

Norwich er með 27 stig á toppi deildarinnar, Bournemouth er með 26 stig, Bristol City 24, Swansea, Watford og Reading 23 stig hvert, en Jón Daði og félagar í Millwall eru með 19 stig í 10. sætinu.

mbl.is