Mikil óvissa hjá Liverpool

Thiago lék síðast með Liverpool um miðjan október.
Thiago lék síðast með Liverpool um miðjan október. AFP

Thiago Alcantara, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan 17. október.

Miðjumaðurinn öflug, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Bayern München í sumar fyrir 25 milljónir punda en hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Liverpool á tímabilinu.

Thiago meiddist í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park eftir ljóta tæklingu frá Richarlison og hefur ekki spilað síðan.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki hugmynd um það hvenær Thiago snýr aftur,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Þessar fréttir koma mér jafn mikið á óvart og ykkur. Ég bjóst við honum á æfingu í morgun en eftir fund með læknaliðinu var mér tilkynnt að hann væri ekki klár.

Ég veit að það eru ekki einhverjir mánuðir í að hann verði klár í slaginn en ég er ekki með neina ákveðna tímasetningu klára,“ bætti Klopp við.

mbl.is