Thiago Silva, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, verður áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð en það er Sportsmail sem greinir frá þessu.
Miðvörðurinn, sem er 36 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea á frjálsri sölu í sumar eftir átta ár í herbúðum PSG í Frakklandi.
Silva skrifaði undir eins árs samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu en hann hefur slegið í gegn með Chelsea á tímabilinu og verið lykilmaður í varnarleik liðsins.
Forráðamenn enska félagsins eru mjög ánægðir með störf hans og vilja nú framlengja samning sinn við hann um eitt ár.
Silva hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann á að baki 93 landsleiki fyrir Brasilíu.