Þrír með veiruna hjá Newcastle

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United.
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United. AFP

Þrír aðilar tengdir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa greinst með kórónuveiruna.

Aðilarnir hafa ekki enn verið nafngreindir en samkvæmt heimildum The Guardian er að minnsta kosti einn þeirra reglulegur byrjunarliðsmaður. Þeir eru nú í einangrun á heimilum sínum.

„Covid er eitt af þeim vandamálum sem við þurfum að eiga við en ég vil ekki nafngreina þessa aðila,“ sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, í samtali við The Guardian en staðfesti að allir þrír væru venjulega á æfingasvæðinu eða í grennd við það.

mbl.is