Cavani kemur með ástríðu og drápseðli

Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu innkomu Edinson Cavani í frábærum 3:2 sigri Manchester United gegn Southampton í dag.

Cavani kom inn á í hálfleik þegar staðan var 0:2 Southampton í vil en stimplaði sig rækilega inn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu.

Í samtali við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans á Símanum Sport, voru þau Bjarni Þór og Margrét Lára sammála um að með Cavani kæmi eitthvað sem United hafi vantað; ástríða og drápseðli.

mbl.is