Cavani biðst afsökunar

Edinson Cavani fagnar sigurmarkinu gegn Southampton.
Edinson Cavani fagnar sigurmarkinu gegn Southampton. AFP

Edinson Cavani, leikmaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á orðalagi í færslu sem hann birti á instagram og er til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Cavani skrifaði „graci­as neg­rito“ í kveðju til vinar síns. Cavani segir í yfirlýsingu að notkun orðsins negrito þyki ekki niðrandi í Suður-Ameríku en þegar honum hafi verið ljóst að túlka mætti það með þeim hætti hafi hann eytt færslunni. Kveðjan hafi átt að vera allt annað en niðrandi því hann hafi verið að senda vini sínum alúðlega kveðju til baka eftir að vinurinn sendi honum hamingjuóskir eftir sigur United á Southampton. 

United hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segir það liggja alveg ljóst fyrir að ekki hafi illur hugur legið að baki skilaboðunum í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert