Fimm smit hjá Newcastle

Steve Bruce ræðir við leikmenn sína.
Steve Bruce ræðir við leikmenn sína. AFP

Fimm kórónuveirusmit hafa greinst hjá aðalliði enska knattspyrnufélagsins Newcastle og var hætt við fyrirhugaða æfingu liðsins í gær vegna þessa. Fjórir leikmenn eru á meðal þeirra smituðu og einn annar starfsmaður.

Æfingasvæði liðsins hefur verið sótthreinsað og er leikur liðsins við Aston Villa á föstudag í hættu. The Guardian greinir frá því að líklegast sé um Isaac Hayden, Emil Krafth, Andry Carroll og Allan Saint-Maximin að ræða.

„Þetta hefur verið erfið vika. Við vonumst til að koma í veg fyrir frekari smit, en það er erfitt að sjá við þessu. Við vonum það besta. Ég hef bæði áhyggjur af vellíðan leikmanna minna og auðvitað starfsfólksins líka,“ sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, á blaðamannafundi.

mbl.is