Leicester tapaði óvænt á heimavelli

Ademola Lookman og Andre-Frank Zambo Anguissa fagna gegn Leicester í …
Ademola Lookman og Andre-Frank Zambo Anguissa fagna gegn Leicester í kvöld. AFP

Leicester City tapaði í kvöld óvænt á heimavelli fyrir Fulham 1:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fulham sem er 17. sæti deildarinnar hafði aðeins unnið einn leik í deildinni þegar kom að leik liðanna í kvöld. Liðið er nú með 7 stig eftir 10 leiki en Leicester er með 18 stig í 4. sæti. 

Fulham skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og lagði grunninn að sigrinum. Ademola Lookman skoraði á 30. mínútu og Ivan Cavaleiro bætti við marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu. 

Varamaðurinn Harvey Barnes minnkaði muninn á 86. mínútu fyrir Leicester en fleiri mörk voru ekki skoruð. 

mbl.is