Margrét Lára um Jota: Frábær leikmaður

Þrátt fyrir að Diogo Jota sé genginn til liðs við Liverpool hefur Wolves tekist að vinna fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa.

Liðið gerði góða ferð á Emirates-völlinn í London í gær þar sem Wolves vann 2:1-sigur gegn Arsenal en það voru þeir Pedro Neto og Daniel Podence sem skoruðu mörk Úlfanna.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, ræddi leikinn við sérfræðinga sína þau Bjarna Þór Viðarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur í Vellinum á Síminn Sport í gær.

„Hann er bara frábær leikmaður!“ sagði Margrét Lára.

„Þrátt fyrir að missa hann hefur þeim tekist að halda uppi ágætisstöðugleika og þótt þeir séu ekki orðnir eitt af toppliðum deildarinnar eru þeir alltaf ógnandi,“ bætti Margrét Lára við.

„Wolves er með alvöruhóp og það er líka gaman að sjá hvernig þeir fagna öllum mörkum af mikilli innlifun,“ bætti Bjarni Þór Viðarsson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert