Þriðji sigur West Ham í röð

Angelo Ogbonna og Aaron Cresswell fagna sigrinum í kvöld.
Angelo Ogbonna og Aaron Cresswell fagna sigrinum í kvöld. AFP

West Ham United vann í kvöld þriðja leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

West Ham tók á móti Aston Villa og hafði betur 2:1 eftir spennuleik. Leikurinn byrjaði með látum þegar Angelo Ogbonna skoraði strax á 2. mínútu fyrir West Ham. Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish jafnaði fyrir Villa á 25. mínútu. Jarrod Bowen kom West Ham í upphafi síðari hálfleiks og reyndist það sigurmarkið þótt ýmislegt ætti eftir að ganga á. 

Ollie Watkins brenndi af vítaspyrnu fyrir Aston Villa á 76. mínútu en kom boltanum í markið í uppbótartíma og taldi sig hafa jafnað. Eftir að myndband hafði verið skorað var ákveðið að markið myndi ekki standa vegna rangstöðu. 

Eftir rólega byrjun á tímabilinu er West Ham í 5. sæti með 17 stig en Aston Villa er í 10. sæti með 15 stig. Er þessu öfugt farið því Aston Villa gekk mjög vel til að byrja með en hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert