Ætlar sér að snúa aftur fljótlega eftir ljótt atvik

Raul Jiménez steinrotaðist á vellinum.
Raul Jiménez steinrotaðist á vellinum. AFP

Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Raúl Jiménez ætlar sér að snúa aftur sem fyrst eftir höfuðkúpubrotið sem hann varð fyrir í leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var.

Jiménez lenti í hörðu samstuði við David Luiz í fyrri hálfleik, steinrotaðist og var sendur beint á sjúkrahús í aðgerð þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn.

„Takk fyrir stuðninginn. Ég verð undir eftirliti og vonandi get ég komist aftur inn á völlinn sem fyrst.,“ skrifaði Mexíkóinn á Twitter.

David Luiz hélt áfram að spila þrátt fyrir höggið og hefur verið kallað eftir skýrari reglum vegna þessa, en ljóst er að Luiz hefði verið í mögulegri hættu hefði hann fengið annað þungt höfuðhögg í leiknum.

mbl.is