Terry orðaður við stjórastöðu

John Terry er í þjálfarateymi Aston Villa.
John Terry er í þjálfarateymi Aston Villa. AFP

John Terry þykir líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins Derby County. Myndi Terry þá feta í fótspor Frank Lampard, liðsfélaga síns hjá Chelsea til margra ára, en Lampard stýrði Derby áður en hann tók við Chelsea.

Wayne Rooney hefur stýrt Derby að undanförnu eftir að Hollendingurinn Phillip Cocu fékk reisupassann um miðjan síðasta mánuð. Undir stjórn Rooney hefur gengi liðsins hinsvegar lítið batnað og er það óvænt í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig og aðeins einn sigur eftir 14 umferðir.

Derby komst alla leið í úrslit umspilsins á þarsíðustu leiktíð en tapaði að lokum fyrir fyrir Aston Villa á Wembley. Liðið endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð. Terry hefur verið í þjálfarateymi Aston Villa síðan hann lagði skóna á hilluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert