Millwall rétt missti af níunda jafnteflinu

Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Millwall mátti sætta sig við tap fyrir Blackburn Rovers á útivelli í B-deild ensku knattspyrnunnar í kvöld. 

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliðinu hjá Millwall og lék fyrstu 78 mínúturnar. 

Útlit var fyrir níunda jafntefli Millwall í fyrstu fimmtán leikjunum því staðan var 1:1 þegar lítið var eftir en Adam Armstrong skoraði sigurmark Blackburn á 90. mínútu. Millwall er í 13. sæti með 20 stig. 

mbl.is