Úrvalsdeildin hjálpar neðri deildunum

Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Ljósmynd/Enska úrvalsdeildin

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar og forsvarsmenn neðri deilda Englands hafa samþykkt að enska úrvalsdeildin hjálpi neðri deildunum í formi björgunarpakka upp á samtals 250 milljónir punda.

Ástæðan fyrir því eru þeir miklu fjárhagsörðugleikar sem ensk félög í neðri deildum hafa staðið frammi fyrir í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn skall á snemma á árinu.

Enska úrvalsdeildin mun styrkja lið í C-deild og D-deild um 50 milljónir punda og munu hjálpa liðum í B-deild með lánafyrirgreiðslu upp á 200 milljónir punda, sem liðin munu geta nýtt sér vaxtalaust.

Úrvalsdeildin hjálpar neðri deildunum

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar og forsvarsmenn neðri deilda Englands (EFL) hafa samþykkt að enska úrvalsdeildin hjálpi neðri deildunum í formi björgunarpakka upp á samtals 250 milljónir punda.

Ástæðan fyrir því eru þeir miklu fjárhagsörðugleikar sem ensk félög í neðri deildum hafa staðið frammi fyrir í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn skall á snemma á árinu.

Enska úrvalsdeildin mun styrkja liðin í C-deild og D-deild um 50 milljónir punda og munu hjálpa liðum í B-deild með lánafyrirgreiðslu upp á 200 milljónir punda, sem liðin munu geta nýtt sér vaxtalaust.

„Úrvalsdeildin styður heilshugar við fótbolta pýramídann og gerir sér fulla grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem liðin sinna í samfélögum sínum. Skuldbinding deildarinnar er gerð með það fyrir augum að enginn klúbbur í EFL muni þurfa að fara á hausinn vegna kórónuveirunnar,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni í dag.

mbl.is