Chelsea sneri taflinu við og fór á toppinn

Christian Pulisic gulltryggir 3:1-sigur Chelsea.
Christian Pulisic gulltryggir 3:1-sigur Chelsea. AFP

Chelsea er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:1-sigur á Leeds á heimavelli í kvöld.

Leeds byrjaði með látum og komst yfir strax á fjórðu mínútu er Patrick Bamford skoraði eftir sendingu frá Kalvin Phillips. Bamford slapp inn fyrir vörn Chelsea, lék á Edouard Mendy í markinu og skoraði í autt markið.

Staðan var 1:0 þangað til á 27. mínútu en þá jafnaði Olivier Giroud metin með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Reece James og var staðan í leikhléi 1:1. Þannig var hún fram að 61. mínútu er Kurt Zouma skallaði í netið eftir hornspyrnu frá Mason Mount.

Chelsea gulltryggði síðan 3:1-sigur með marki Christian Pulisic í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Timo Werner. Werner fékk fjölmörg færi í leiknum en tókst ekki að komast á blað.

Chelsea er með 22 stig, einu stigi á undan Liverpool og Tottenham sem eiga bæði leik á morgun.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 3:1 Leeds opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma. Leeds ekki líklegt til að skora í þessum seinni hálfleik.
mbl.is