Mörkin: Jafnt á Turf Moor

Burnley og Everton skildu jöfn á Turf Moor-vellinum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Robbie Brady kom heimamönnum yfir með bylmingsskoti af 25 metra færi á 3. mínútu.

Dominic Calvert-Lewin jafnaði svo metin með síðustu snertingu fyrri hálfleiks á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1:1.

Leik­ur Burnley og Everton var sýnd­ur beint á Sím­inn Sport.

mbl.is