United keyrði yfir West Ham í seinni

Marcus Rashford skorar þriðja mark Manchester United.
Marcus Rashford skorar þriðja mark Manchester United. AFP

Manchester United vann sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti West Ham og fagnaði 3:1-sigri. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig. West Ham er í sjöunda sæti með 17 stig.

West Ham var töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og fór verðskuldað með eins marks forskot í hálfleikinn, 1:0. Tékkinn Thomas Soucek skoraði mark West Ham af stuttu færi eftir horn. West Ham fékk nokkur fín færi til að bæta við marki, en inn vildi boltinn ekki.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og þeir Bruno Fernandes og Marcus Rahsford komu inn á. Með innkomu þeirra breyttist leikur United og Paul Pogba jafnaði á 65. mínútu með skoti af löngu færi.

Við jöfnunarmarkið efldist leikur United enn frekar og Mason Greenwood kom gestunum yfir á 68. mínútu með fallegu skoti innan teigs eftir glæsilega móttöku.

United-menn voru ekki saddir og Marcus Rashford bætti við þriðja markinu er hann slapp einn inn fyrir vörn West Ham og skoraði með skemmtilegri vippu yfir Lukasz Fabianski í marki West Ham.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

West Ham 1:3 Man. Utd opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur.
mbl.is