Gylfi lagði upp sigurmarkið

Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Rob Holding í …
Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Rob Holding í dag. AFP

Everton er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Arsenal í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í leiknum og lék allan tímann á miðjunni.

Heimamenn byrjuðu betur og kom fyrsta markið á 22. mínútu. Dominic Calvert-Lewin skallaði þá að marki en boltinn fór í Rob Holding og í netið og var markið skráð sem sjálfsmark á varnarmanninn.

Rúmum tíu mínútum síðan var staðan orðin jöfn eftir að Tom Davies sparkaði Ainsley Matiland-Niles niður innan teigs. Nicolas Pépé fór á punktinn, skoraði af öryggi og jafnaði í 1:1.

Everton var ekki hætt í fyrri hálfleik og komst aftur yfir á 45. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspyrnu og setti boltann beint á kollinn á Yerri Mina sem skoraði á nærstönginni.

Arsenal byrjaði vel í seinni hálfleik og reyndi hvað það gat til að jafna metin, en illa gekk að skapa mjög gott færi. Það besta fékk David Luiz eftir skógarhlaup hjá Jordan Pickford í marki Everton en Brasilíumaðurinn setti boltann í stöngina.

Nær komst Arsenal ekki og Everton fagnaði góðum sigri. Everton er í öðru sæti með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 15. sæti með 14 stig.

Everton 2:1 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert