Tómas Þór Þórðarson ræddi við Margréti Láru Viðarsdóttur og Eið Smára Guðjohnsen um Sadio Mané og Mo Salah í Vellinum á Símanum sport.
Mané var allt annað en sáttur þegar hann var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik í leik Liverpool og Crystal Palace á laugardag í stöðunni 4:0 en Senegalinn hafði þá skorað tvö mörk. Salah leysti hann af hólmi og skoraði einnig tvö mörk í leik sem endaði 7:0.
Mané hefur áður brugðist illa við að vera tekinn af velli enda mikil samkeppni á milli hans og Salah þegar kemur að markaskorun.
Umræðurnar má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.