Annar Íslendingur á leið til Everton?

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á meðal efnilegustu knattspyrnukvenna landsins.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á meðal efnilegustu knattspyrnukvenna landsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í viðræðum við enska úrvaldeildarfélagið Everton um að ganga til liðs við félagið samkvæmt heimildum mbl.is.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur útganga Breta úr Evrópusambandinu haft talsverð áhrif skipti Cecilíu til félagsins.

Það er því líklegt að markvörðurinn verði lánaður til liðs í Skandinavíu á næstu leiktíð líkt og í tilfelli Sveindísar Jane Jónsdóttur sem mun leika með Kristianstad í Svíþjóð á næstu leiktíð eftir að hafa skrifað undir fjögurra ára samning við Wolfsburg á dögunum.

Everton leikur í ensku úrvalsdeildinni og er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig, 12 stigum minna en topplið Manchester United.

Cecilía, sem er einungis 17 ára gömul, á að baki 30 leiki í efstu deild með Fylki en hún er á meðal efnilegustu knattspyrnukvenna landsins.

Hún er uppalin hjá Afturdeldingu í Mosfellsbæ en gekk til liðs við Fylki í október 2018 og hefur verið lykilkona í liðinu síðan.

Þá var markvörðurinn ungi fastakona í íslenska landsliðshópnum í undankeppni EM en hún hefur verið sterklega orðuð við atvinnumannalið í Evrópu undanfarna mánuði.

Cecilía á að baki einn A-landsleik og þá á hún að baki 24 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert