Skotinn tryggði United áfram

Scott McTominay skorar sigurmarkið.
Scott McTominay skorar sigurmarkið. AFP

Manchester United er komið áfram í 32-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir 1:0-sigur á B-deildarliði Watford á heimavelli í kvöld. 

Scott McTominay skoraði sigurmarkið strax á fimmtu mínútu með skalla í stöng og inn eftir sendingu frá Alex Telles. Heimamenn voru líklegri til að bæta við fleiri mörkum næstu mínútur en tókst ekki. 

Í kjölfarið tók við góður kafli hjá Watford sem hefði með smá heppni getað jafnað metin. Allt kom þó fyrir ekki og United fagnaði eins marks sigri og sæti í næstu umferð. 

mbl.is