Tvö Íslendingalið áfram eftir vítakeppnir

Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool unnu í vítakeppni.
Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool unnu í vítakeppni. Ljósmynd/Blackpool

Tvö Íslendingalið tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta með sigri í vítakeppnum í 64-liða úrslitunum í dag. 

Blackpool úr C-deildinni gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarliðið West Brom úr leik á heimavelli.

Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2:2 en Blackpool skoraði þrisvar í vítakeppninni en WBA aðeins tvisvar. Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Blackpool og lék fyrstu 99 mínúturnar, en fór meiddur af velli. 

Burnley úr úrvalsdeildinni lenti í vandræðum með MK Dons úr C-deildinni á heimavelli en eftir 1:1-jafntefli í venjulegum leiktíma réðust úrslitin í vítakeppni þar sem Burnley skoraði úr fjórum spyrnum gegn þremur. 

Burnley-menn voru heppnir að fara í framlengingu því Tékkinn Matej Vydra skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 83 mínúturnar en leikurinn var sá fyrsti hjá Jóhanni síðan 23. nóvember. 

Úrslitin úr enska bikarnum:
Oldham - Bournemouth 1:4
Burnley - MK Dons 5:4 (1:1)
Blackpool - WBA 5:4 (2:2)
Stoke - Leicester 0:4
Wycombe - Preston 4:1
Stevenage - Swansea 0:2
Bristol Rovers - Sheffield United 2:3
Blackburn - Doncaster 0:1
Exeter - Sheffield Wednesday 0:2
QPR - Fulham 0:2

Jóhann Berg Guðmundsson lék loksins með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson lék loksins með Burnley. AFP
mbl.is