Skotmark Liverpool og United til sölu

Dayot Upamecano í leik gegn Dortmund um helgina.
Dayot Upamecano í leik gegn Dortmund um helgina. AFP

Varnarmaðurinn Dayot Upamecano er til sölu fyrir rétt verð samkvæmt framkvæmdastjóra RB Leipzig í Þýskalandi en Frakkinn er eftirsóttur af bæði Manchester United og Liverpool.

Bæði lið vilja styrkja sig um miðvörð í janúarglugganum þótt þau áform gætu dregist fram á sumar. Upamecano er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Leipzig liðinu undanfarið og þykir hann einn efnilegasti varnarmaður heims.

Samkvæmt heimildum Goal hefur framkvæmdastjóri Leipzig, Oliver Mintzlaff, sagt að allir leikmenn félagsins séu falir fyrir rétt verð en þýski miðillinn Kicker telur að ensku félögin þurfi að borga að minnsta kosti 60 milljónir evra til að kaupa varnarmanninn unga.

mbl.is