Dæmir stórleikinn á Anfield

Paul Tierney verður með flautuna í leik Liverpool og Manchester …
Paul Tierney verður með flautuna í leik Liverpool og Manchester United á sunnudaginn kemur. AFP

Paul Tierney mun dæma stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool á sunnudaginn kemur.

Þetta staðfesti enska úrvalsdeildin í dag en Tierney hefur dæmt tvo leiki hjá Liverpool til þessa á tímabilinu.

Annarsvegar 2:0-sigurinn gegn Chelsea á Stamford Bridge í upphafi tímabils og 0:0-jafnteflið gegn Newcastle á útivelli í lok árs.

Þá hefur Tierney dæmt einn leik United á tímabilinu en það var 3:1-sigur United gegn Everton í Liverpool í nóvember.

Liverpool er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig á meðan United er í öðru sætinu með 33 stig en United á leik til góða á Liverpool og getur með sigri eða jafntefli gegn Burnley í kvöld skotist í efsta sæti deildarinnar.

mbl.is