Góðar fréttir af sóknarmanni Arsenal

Gabriel Martinelli ætti að vera klár í slaginn í næstu …
Gabriel Martinelli ætti að vera klár í slaginn í næstu viku. AFP

Gabriel Martinelli, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, ætti að geta hafið æfingar á nýjan leik síðar í þessar viku.

Þetta staðfesti Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag en Martinelli meiddist á ökkla í upphitun fyrir leik Arsenal og Newcastle í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.

Í fyrstu var talið að um alvarleg meiðsli væri að ræða en Martinelli er að snúa til baka eftir erfið hnémeiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í meira en ár.

Meiðslin eru hins vegar ekki alvarlegri en það að Martinelli gæti komið við sögu í leik Arsenal og Newcastle í London 18. janúar.

Arsenal tekur á móti Crystal Palace á fimmtudaginn kemur og mun Martinelli missa af þeim leik.

mbl.is