Gylfi með bestu skottæknina

Tom Davies hefur verið samherji Gylfa hjá Everton undanfarin ár.
Tom Davies hefur verið samherji Gylfa hjá Everton undanfarin ár. AFP

Tom Davies, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Everton, velur Gylfa Þór Sigurðsson sem besta skotmanninn sem hann hefur spilað með.

Davies var fenginn til að búa til hinn fullkomna leikmann úr núverandi og fyrrverandi samherjum sínum þar sem fjórir þættir voru tilteknir, hraði, leikni, styrkur og skottækni.

Hann valdi Theo Walcott vegna hraðans, Steven Pienaar vegna tækninnar, Romelu Lukaku vegna styrksins og Gylfa vegna skottækninnar.  Þar nefnir hann hæfileika Gylfa til að hitta í markhornin, hvort sem hann skýtur með hægri eða vinstri fæti.

Davies var í þættinum „Uncut“ sem heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar birti á Youtube og sjá má val hans og útskýringar hér fyrir neðan:

mbl.is