Markið: Nóg af dramatík í fyrsta sigri Sheffield

Billy Sharp reyndist hetja Sheffield United þegar liðið vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu gegn Newcastle.

Sharp skoraði sigurmark Sheffield United úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á honum innan teigs.

Andy Madley fór sjálfur í VAR-skjáinn áður en hann benti á punktinn en leiknum lauk með 1:0-sigri Sheffield United.

Leikur Sheffield United og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is