Snýr Grant aftur á Stamford Bridge?

Avram Grant.
Avram Grant. AFP

Avram Grant, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, gæti verið á leið til félagsins á nýjan leik.

Sky Sports greinir frá því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, velti því fyrir sér að hóa í Grant til að vera knattspyrnustjóranum Frank Lampard og starfsliði hans til halds og trausts.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Chelsea gengið illa síðustu vikur, aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum í úrvalsdeildinni og er dottið niður í níunda sætið.

Grant skrifaði fyrir skömmu á samfélagsmiðla að Abramovich ætti að standa þétt við bakið á Lampard og gefa honum tíma til að sýna sig og sanna með liðið.

Grant er 65 ára gamall Ísraelsmaður og stýrði Chelsea í 54 leikjum á tímabilinu 2007 til 2008 en síðan bæði Portsmouth og West Ham. Eftir það hefur hann starfað í Serbíu, Taílandi, Gana og Indlandi.

mbl.is