Allt varð vitlaust í Kop-stúkunni (myndskeið)

Paul Ince skoraði eftirminnilegt jöfnunarmark fyrir Liverpool þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í maí 1999.

United komst 2:0-yfir í leiknum en Liverpool tókst að vinna sig inn í leikinn á nýjan leik áður en Ince jafnaði metin á 89. mínútu en hann er einn af fáum sem hefur spilað fyrir bæði Manchester United og Liverpool.

Liverpool tekur á móti United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur á Anfield.

„Þegar að þú spilar fyrir lið sem getur komið í veg fyrir að Manchester United vinni þrefalt þá viltu að sjálfsögðu reyna stoppa þá, sama hvað,“ sagði Ince.

„Ég man eftir því að við lentum tveimur mörkum undir en svo tókst okkur að minnka muninn í 2:1. 

Dennis Irwin fékk sitt annað gula spjald þegar fjórar til fimm mínútur voru til leiksloka.

Við gerðum allt til að reyna jafna metin og ég man að ég tók sénsinn, hljóp inn í teiginn, og náði að skora.

Það varð allt vitlaust í Kop-stúkunni og þetta var augnablik sem maður gleymir aldrei,“ sagði Ince.

mbl.is