María úr Chelsea í Manchester United

María Þórisdóttir leikur með norska landsliðinu.
María Þórisdóttir leikur með norska landsliðinu. mbl.is/Sindri Sverrisson

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er við það að skipta úr Chelsea og yfir í Manchester United. María er norsk landsliðskona en faðir hennar er Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Emma Hayes knattspyrnustjóri Chelsea staðfesti á blaðamannafundi í dag að einn leikmaður liðsins myndi yfirgefa félagið. The Times greindi í kjölfarið frá að umræddur leikmaður væri María.

María, sem er 27 ára, hefur aðeins leikið tvo leiki með Chelsea á leiktíðinni. Liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Manchester United sem er í toppsætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert