Við vorum vonlausir

Steve Bruce hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Steve Bruce hefur ekki átt sjö dagana sæla. AFP

Steve Bruce knattspyrnustjóri Newcastle er allt annað en sáttur við leikmenn sína en liðið hefur leikið átta leiki í röð í öllum keppnum án þess að fagna sigri. Þá varð liðið það fyrsta til að tapa fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var.

Bruce viðurkennir að leikmenn sínir hafi til þessa haft of mikið að segja um liðsuppstillinguna en á því verður breyting. „Ég hef leyft þeim að hafa það gott, en nú eru hanskarnir farnir af og við gerum eins og ég segi,“ sagði Bruce á blaðamannafundi í dag.

„Við vorum vonlausir gegn Sheffield. Hreinlega hræðilegir. Því miður hefur það gerst of oft á þeim 18 mánuðum sem ég hef verið hérna. Það var alls ekki nógu gott og við þurfum á breytingu að halda,“ sagði Bruce. 

mbl.is