Fannst Liverpool eiga skilið að vinna

Jordan Henderson í baráttunni á miðjunni.
Jordan Henderson í baráttunni á miðjunni. AFP

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool var ekki sérstaklega sáttur eftir markalaust jafntefli við Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

„Við erum svolítið vonsviknir að hafa ekki unnið á heimavelli. Mér fannst við gera nóg til að eiga skilið að vinna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur færi en okkur tókst bara ekki að skora,“ sagði Henderson við BBC. 

United fékk besta færi leiksins í seinni hálfleik þegar Paul Pogba komst einn gegn Alisson en brasilíski markvörðurinn varði vel. 

„Þeir fengu eitt eða tvö færi og voru hættulegir í skyndisóknum en heilt yfir fannst mér við betri og við áttum að vinna. Við höfum ekki verið nægilega góðir undanfarið en við sýndum í dag að við erum ekki hættir,“ sagði Henderson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert