Riise við Símann sport: Liverpool heppið

John Arne Riise fyrr­ver­andi leikmaður Li­verpool spjallaði við Tómas Þór Þórðarson, Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Einarsson um markalausa jafntefli liðsins við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Riise sagði Liverpool heppið að sleppa með eitt stig frá Anfield í kvöld þar sem Manchester United fékk betri færi. Paul Pogba fékk það besta í seinni hálfleik en Alisson í marki Liverpool varði vel frá honum. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is