Vonsvikinn með jafntefli gegn Liverpool

Ole Gunnar Solskjær heilsar Jürgen Klopp fyrir leik.
Ole Gunnar Solskjær heilsar Jürgen Klopp fyrir leik. AFP

„Þetta var glatað tækifæri því við fengum væri en við vorum að spila við mjög gott lið. Ég er vonsvikinn en stig er allt í lagi ef við vinnum næsta leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustóri Manchester United í samtali við BBC eftir markalaust jafntefli við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en United fékk betri færi til að vinna leikinn í seinni hálfleiknum. „Við vorum sterkari í lokin en við byrjuðum illa. Það vantaði meiri ró í leikinn okkar en það kom eftir því sem leið á leikinn.“

Norðmaðurinn segir sína menn geta betur. „Við höfum bætt okkur en ég er samt ósáttur við leikinn í dag. Við getum spilað betur,“ sagði Solskjær. 

mbl.is