Vill komast til Frakklands

Dele Alli fær ekkert að spila með Tottenham þessa dagana.
Dele Alli fær ekkert að spila með Tottenham þessa dagana. AFP

Dele Alli, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham, vill komast burt frá félaginu í janúarglugganum.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Alli vilji komast til PSG í Frakklandi en hann hefur verið orðaður við Frakklandsmeistarana undanfarnar vikur.

Mauricio Pochettino tók við stjórnartaumunum hjá PSG á dögunum en hann og Alli þekkjast afar vel eftir að hafa unnið saman hjá Tottenham frá 2014 til ársins 2019.

Alli hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham á tímabilinu en hann og José Mourinho hafa ekki náð vel saman að undanförnu. 

Miðjumaðurinn er samningsbundinn Tottenham til sumarsins 2024 en er einungis 24 ára gamall og er verðmetinn á 35 milljónir punda.

mbl.is