Framtíð mín er í höndum Liverpool

Mohamed Salah hefur skorað 111 mörk fyrir Liverpool í öllum …
Mohamed Salah hefur skorað 111 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum. AFP

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid að undanförnu.

Salah, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Roma sumarið 2017 og hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðan en hann er samningsbundinn Englandsmeisturunum til sumarsins 2023.

Salah hefur skorað 111 mörk í 178 leikjum fyrir Liverpool og þá hefur hann orðið Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari á tíma sínum á Anfield.

„Ég vil vera í herbúðum Liverpool eins lengi og kostur er,“ sagði Salah í samtali við TV2 á Englandi.

„Ég hef hins vegar sagt það áður að framtíð mín er í höndum Liverpool. Ég mun alltaf gefa allt mitt fyrir þetta félag og ég vil vinna eins marga bikara og hægt er hérna.

Ég gef mig allan í það sem ég geri fyrir félagið því mér hefur verið tekið afar vel hjá Liverpool, af öllum í kringum félagið og stuðningsmönnunum, og þetta er mín leið til þess að borga til baka,“ bætti Salah við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert